Fegurðin kemur í öllum stærðum og gerðum (Myndband)

gleðibankinn gledibankinn

Þessar dísir eru með eitt stórt sameiginlegt markmið!  Að fella niður múra staðalímyndanna í fyrirsætuheiminum!

Fyrirsætan Gaydos, 30 ára, frá Connecticut, fæddist með erfðarsjúkdóm, sem gerir það að verkum að svitahola hennar, tennur, neglur og lítil bein myndast óeðlilega. Hún er einnig með hárlos og er að hluta til blind vegna vaxtar augnháranna sem rispuðu augun í henni sem krakki. En hún lét það aldrei stoppa sig, alveg óttalaus í gegnum árin hafnaði hún ýmiss konar aukahlutum svo sem gervitönnum og hárkollum en kaus í staðinn að vera 100% hún sjálf.

Bloggarinn Anna O’Brien, 33 ára, frá Cleveland, Ohio, er þekktust á samfélagsmiðlum sem @glitterandlazers. Hún kallar ekki allt ömmu sína og er óhrædd við að sýna mikilfenglega líkama sinn fáklæddan á almannafæri til að vekja almenning til umhugsunnar.

Módelið Dru Presta, 23 árs, frá Reno, Nevada, fæddist með dvergvöxt og er í dag um 1 meter á hæð, en það kemur ekki í veg fyrir að hún fylgi draumum sínum sem ljósmyndamódel. Hún flutti til LA og byrjaði þar ferilinn sem módel til að brjóta mörk fegurðastaðla tískuiðnaðarins og hvetja annað fólk í svipuðum aðstæðum til að fylgja draumum sínum.

 

Hér eru fleiri brautryðjendur sem stefna á að breyta heiminum!

Be the first to comment

Leave a Reply

Your email address will not be published.
Menu